26 apríl 2007

Hæ letingjar

Komiði sæl, mig langar bara að vekja athygli ykkar á bloggsíðu Sigurbjargar, sibson.blogspot.com,( held að þetta sé rétt hjá mér ) þar sem við getum fylgst með ferðalaginu þeirra skötuhjúa.Er svo ekki bara ekki allt gott að frétta ? Nína er komin með merkistitil, sem sagt Nína móðursystir, Árni Viggó búinn að fá pláss á Málmey í júní og júlí, Signý að verða búin í skólanum, veit ekki hvernig staðan er hjá Kristínu.En við Sunneva áttum saman yndislega daga hér um daginn þegar ég fékk að hafa hana í marga daga og svo komu Kristófer, Kristín og Sigurjón um síðustu helgi.Sigurjón kom á Súbba gamla, sem gafst svo upp rétt hjá skíðalyftuafleggjaranum, svo að ég " lánaði " honum Ravinn suður svo að nú er ég bíllaus og finnst það bara allt í lagi, nema að ég sé gömlu hjónin min ekki eins oft og áður.Nú er komið sumar eða það held ég allavega er spáin rosalega góð næstu daga. Jæja elskurnar mínar,vona ða þið hafið það sem allra best og gangi ykkur vel þið sem eruð að púla í prófum og öðru skólatengdu. Bless Dísamamma

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS