18 mars 2007

Mitt síðasta orð um þessi mál... vonandi

Sennilega eru allir orðinir leiðir á mér á þessu bloggi en...

Hana Hlífu systur mína langar að hitta okkur líka. Henni finnst ekki gaman að fara á fyllerí. Henni finnst ekki heldur gaman að horfa á okkur hin á fylleríi (finnst það reyndar ekkert skrýtið, erum sennilega ekki svo skemmtilega nema fyrir aðra í sama ástandi) ;). Hún vill líka gjarnan leyfa Báru snúllu að hitta okkur.

Mig langar gjarnan að hitta Kristínar snúllur og aðrar litla fjölskyldumeðlimi séu þeir í boði (smekklega orðað!). Mig langar hins vegar líka að fá mér í glas með þeim sem eru ekki svo litlir (og Signýju - hehehehe er svooooo fyndin í dag... úff púff....). Nú er ég hætt að vera ekki-fyndin...lofa.

Mér datt því eftirfarandi lausn í hug. Ef fólki líkar ekki tillagan er í góðu lagi að skjóta hana í kaf. Ég lofa að vera hætt að gráta um næstu helgi. Við hittumst í mat í fyrra fallinu, jafnvel um kaffileytið, á laugardag. Þá geta allri verið með og skemmt sér saman við að kjafta og jafnvel í leikjum ef fólk er virkilega vel stemmt eða ég fæ að ráða. Svo er geta þeir sem vilja yfirgefið samkvæmið og hinir verið góðglaðir fram eftir nóttu. Í þessu plani reikna ég með að við verðum heima hjá henni Kristínu þar sem engin mótmæli hafa heyrst.

Hvernig líst ykkur á þetta kæru frændsystkin?

(Ég kann ekki að skrifa systkin/sistkyn/sistkin/systkyn, held að ég sé lesblind.)

Kveðja, Sigurbjörg sem vill hitta alla og gera öllum til hæfis!

P.s. Er það satt sem ég heyri að Sóla og Arnar ætli að heiðra okkur með nærveru sinni?

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS