13 mars 2007

Rok og rigning

Sæl og blessuð öll sömul
Eða ég vona að við förum bráðum að sameinast hérna brátt - svo virðist sem við séum ekki öllsömul hér.

Jæja ég ætla nú bara að rausa um það hvað af mér er að frétta. Nú ég er náttúrulega á fullu í skólanum og það gengur bara rosalega vel, svo vel vill til að allir mínir áfangar eru símatsáfangar þannig að ég þarf ekki að taka nein lokapróf (Jáá ég hefði frekar viljað taka lokaprófin og farið til Asíu eins og einhver?!) og þess vegna verð ég búin með mína næst síðustu önn í fjölbrautarskóla þann 30. apríl 2007 og þá er bara að byrja að vinna og bíða eftir þeirri síðustu:)

Ég er núna að vinna í Hagkaup á miðvikudögum og aðra hvora helgi og er að þéna alveg hreint ágætlega. Ég sótti samt sem áður um í Landsbankanum og Kaupþingi og er að vona heitt og innilega að ég fái vinnu þar.

Jæja ég ætlaði ekki að skyggja á síðasta blogg sem öllum er skyldugt að lesa!! Vonandi getum við öll hist þessa umræddu helgi og skemmt okkur vel! Svo vill ég lýsa yfir einskærri gleði minni að móðir mín, Bryndís Helga Kristmundsdóttir, sé að flytja til okkar í sumar - það er hreint og beint yndislegt og hlýjar mér um hjartarætur. Elsku besta mamma mín:)

Jæja nóg af rausi
Signý Ósk

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS