Ég er mætt aftur !
Jæja góða kvöldið.
Nú hefur elskulegur frændi minn, Ísak Sigurjón, orðið þess valdandi að ég get á ný skrifað hér pistla. Ég geri mér grein fyrir því að þið ráðið ykkur vart fyrir kæti. Nú er markmiðið að skrifa oftar, eða í það minnsta jafnoft, og hún móðir mín. :)
Við brugðum undir okkur betri fætinum um helgina og fórum í Skagafjörðinn. Það var ágætt, alltaf gott að hitta ömmu, afa og aðra fjölskyldumeðlimi. Það er samt alltaf best að koma heim aftur og hér ætlum við að sitja sem fastast yfir páskana.
Í dag á hún Sunneva min afmæli, hún er víst orðin 7 ára þó ótrúlegt megi virðast. Reyndar finnst mér enn ótrúlegra að Kristófer (litla barnið mitt) byrji í skóla á næsta ári. Ég er strax komin með í magann yfir því. Ég er, eðli málsins samkvæmt, búin að vera með u.þ.b. 10 6-7 ára stelpukindur hér í afmælisveislu í dag. Það var ekki gaman. Það er alveg með ólíkindum hvað sum börn geta verið óþolandi leiðinleg. Sem betur fer ekki öll, bara sum.
Ég frétti það fyrir norðan að nokkurrar öfundar hefði gætt meðal annarra afleggjara langömmu og langafa vegna hins frábæra teitis okkar um daginn. Upp hafa komið hugmyndir um stærri, ja eða fjölmennari, teiti. Hvernig líst ykkur á það ?
Hafið það gott í fríinu, kossar og knús úr Verahvergi.
Nú hefur elskulegur frændi minn, Ísak Sigurjón, orðið þess valdandi að ég get á ný skrifað hér pistla. Ég geri mér grein fyrir því að þið ráðið ykkur vart fyrir kæti. Nú er markmiðið að skrifa oftar, eða í það minnsta jafnoft, og hún móðir mín. :)
Við brugðum undir okkur betri fætinum um helgina og fórum í Skagafjörðinn. Það var ágætt, alltaf gott að hitta ömmu, afa og aðra fjölskyldumeðlimi. Það er samt alltaf best að koma heim aftur og hér ætlum við að sitja sem fastast yfir páskana.
Í dag á hún Sunneva min afmæli, hún er víst orðin 7 ára þó ótrúlegt megi virðast. Reyndar finnst mér enn ótrúlegra að Kristófer (litla barnið mitt) byrji í skóla á næsta ári. Ég er strax komin með í magann yfir því. Ég er, eðli málsins samkvæmt, búin að vera með u.þ.b. 10 6-7 ára stelpukindur hér í afmælisveislu í dag. Það var ekki gaman. Það er alveg með ólíkindum hvað sum börn geta verið óþolandi leiðinleg. Sem betur fer ekki öll, bara sum.
Ég frétti það fyrir norðan að nokkurrar öfundar hefði gætt meðal annarra afleggjara langömmu og langafa vegna hins frábæra teitis okkar um daginn. Upp hafa komið hugmyndir um stærri, ja eða fjölmennari, teiti. Hvernig líst ykkur á það ?
Hafið það gott í fríinu, kossar og knús úr Verahvergi.
<< Heim