03 mars 2007

Góður dagur

Halló
Ég átti svo góðan dag í dag, fór um kl.10 í morgun í átt að ættaróðalinu,lagði bílnum hjá Ljósheimum og labbaði svo þaðan til gömlu, fékk mér kaffi þar og labbaði svo um hádegisbil til Gunnu þar var mér umsvifalaust boðið í soðinn fisk sem ég þáði með þökkum. Þar hitti ég Þorgeir, Hjört og Ragnheiði og auðvitað húsbændur. Þegar máltíðinni var lokið rölti ég til Heibu og þar hitti ég Þorgeir aftur, auk Sigurbjargar og húsbænda, drakk fullt af kaffi og borðaði nammi. Þá lá leið mín aftur ufrum ásamt Gunnu, Hirti og Ragnheiði og þar drakk ég meira kaffi og borðaði rúgbrauð með síld og þar sem ég sit hér, tek ég afleiðingunum af því. Nú.... svo lá leið mín aftur til Gunnu sem hafði fyrr um daginn boðið mér í kvöldmat, ekta íslenska kjötsúpu, sem ég að sjálfsögðu þáði með þökkum, og að þeirri máltíð lokinni rölti ég upp að Ljósheimum , settist upp í bílinn og ók sem leið lá heim í Kotið.Nú er ég búin að ákveða að flytja suður í sumar,bara svo þið vitið það.Vona að fólk syðra hafi það almennt gott og sé búið að jafna sig eftir atburði liðinnar nætur, en ég frétti að þeir þ.e. atburðirnir, hafi verið af ýmsum toga spunnir !!!!! Marri minn maður bara gerir ekki svona !! Og ungfrú S svona gerir maður ekki heldur.Jæja elskur læt í mér heyra mjög fljótlega og langar líka að heyra af ykkur.Ást, ást Dísamammma

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS