29 apríl 2006

Takk Sigurbjörg

Hæ hæ góðir landsmenn og konur, Elsku Sigurbjörg mín þú átt heiður skilið fyrir að lífga Höfðingjana við.Ég átti vægast sagt dásamlega páska, fór suður í Hveró á skírdag og kom heim á 2.í páskum MEÐ UNGANA, sem var gott. Í ferðinni hitti ég mín elskulegu börn og tengdabörn og borðaði afskaplega góðan mat hjá henni Kristínu minni. Að hafa börnin hjá mér í næstum því viku var ávið ca.12 sterkar vítamín sprautur og hef ég síðan rifið mig upp fyrir allar aldir og farið í ræktina, sem ég þarf virkilega á að halda, bæði vegna andlegs og líkamlegs ástands !!!.Hér á heimilinu er allt upprifið , búið að rífa gólfefni af gangi og svefnherbergi og svo var baðherbergið tekið algjörlega í nefið, nánast búið að flísaleggja í hólf og gólf. Og hver haldið þið að eigi nú heiðurinn af allri þessari vinnu annar en hann Sigurjón minn, hann er svo duglegur. Ég veit ekki ,hvort þið hafið frétt af væntanlegum breytingum á fjölskyldumunstri, ef þannig má orða það,Sigurjón ætlar í skóla í haust í Rvík við erum búin að kaupa íbúð þar (Torfufell 31 efstahæð til vinstri),Signý ætlar að vera hjá honum og fara í Borgarholtskóla, við ætlum að leigja Fellstún 1 og ég er búin að fá inni í húsinu hennar ömmu Birnu á Freyjugötunni, svo bráðum getið þið heimsótt mig aftur á Freyjugötuna !!!.Stutt í vinnuna og stutt í ræktina.Jæja nú ætla ég að fara að hofa á Hemma Gunn. já já ég veit það fíla hann ekki allir en ég geri það ÓKEY !!!.Ég vona að þið verðið dugleg að skrifa er það ekki bara ágæt pása frá próflestri !!! Bless elskur gleymum ekki hvort öðru ást ást Dísamamma

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS