01 febrúar 2006

Nú spyr ég:

Í fyrsta lagi: Er í lagi að dagblöð í löndum þar sem meiri hluti íbúa er kristinn (eða eitthvað annað en múslimar) birti myndir af Múhameð spámanni? Meira að segja grínmyndir! Mjög sterk ísömsk hefð bannar að myndir af honum séu birtar. Höfum "við" rétt á að móðga þannig stóran hluta mannkyns?

Í öðru lagi: Ef dagblöð, í löndum þar sem stjórnvöld ritskoða ekki efni þeirra, birta slíkar myndir er þá rétt af íslömskum þjóðum að láta það bitna á stjórnvöldum þeirra landa?

Þetta er alveg örugglega verðugt umhugsunarefni. Heimurinn er sífelt að minnka og það gefur auga leið að veraldleg landamæri menningarheima austurs og vesturs eru að dofna og jafnvel hverfa.

Tjáið ykkur nú kæra frændfólk.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS