Gleði, gleði...
Jæja það er best að gera sitt til að halda þessari frábæru (en mjög svo dauflegu) síðu á lífi.
Ég á að vera að læra núna. Það gengur reyndar heldur illa þar sem einbeitingin hjá mér skorar svona 0.5 á skalanum 1-10 í augnablikinu. Ekki gott mál það. Svo er ég líka lasarus sem veldur eirðarleysi og pirringi í mínum beinum. O, það er svo gott að vera fædd með þetta jafnaðargeð og alla þessa þolinmæði.
Í dag verður haldið upp á afmælið hennar elsku Báru minnar. Ég kemst ekki sökum áðurnefnds lasleika og því vex pirringurinn lógarithmískt (eða hvenig sem maður skrifar þetta). Ég held bara svei mér þá að það sé farið að kræla á Gribbunni. Tja, ekki er útlitið gott. Ég mæti nú samt í afmælismorgunkaffi hjá Boris Lyngdalovich Magnusova á morgun hvað sem tautar og raular. Og hananú!
Svona í lokin vil ég lýsa yfir vonbrigðum með það að hafa ekki fengið eina einustu mynd senda frá ykkur (tilvísun í fyrra blogg). Sniff, sniff. Gamla og gamli fá þá bara albúm með myndum af mér og Báru, við erum líka rosa sætar og það verður örugglega alveg svaka fínt ;)
Kveðja frá Myrru og Gribbunni/Sigurbjörgu bestabarni í Skeggja.
<< Heim