24 janúar 2006

Halló öll sömul

Sælt veri fólkið. Fyrst enginn ætlar að skrifa neitt er best að ég tjái mig svolítið. Um síðustu helgi fór ég norður og var svo lánsamur að fá að sitja í hjá ástkærum bróður mínum og ekki skemmdi fyrir að ættmóðirin (Hlíf Ragnheiður) var með í för.
Ég hef svosem ekki mikið um þetta ferðalag að segja nema hversu gott þaað var að sjá barnungann minn og náttúrulega hina ættingjana sem ég hitti. Eitt fannst mér þó svo merkilegt að mér fannst það skylda mín að tilkynna það fyrir augum ykkar allra: Þar sem að ég og faðir minn vorum að koma úr vel heppnaðri ferð í kaupstaðinn, á laugardaginn síðastliðinn, rak ég augun í nokkuð merkilegt. Fyrir utan félagsheimilið Ljósheima var staðsett bifreið en enginn sjáanlegur í henni. Þess skal einnig geta að þetta var bifreið af gerðinni Toyota og er, sem ég best veit, í eigu móðursystur minnar Bryndísar og Sigurjóns. Í fyrstu datt mér sú fjarstæða í hug að hún (Bryndís) kynni að hafa ekið bifreiðinni í þetta tiltekna stæði og lagt henni þar og gengið síðan niðureftir í von um kaffidreitil hjá miskunnsömu ættfólki sínu og jafnvel kökusneið. Skyndilega áttaði ég mig eftir nokkrar vangaveltur um þetta dularfulla mál að þetta gat ekki staðist. Skýringin var auðvitað sú að með tilliti til þess að áformað var að halda þorrablót í félagsheimilinu um kvöldið hafði hún hugsað fram í tímann enda er skynsemi og mikið hyggjuvit stimpill á þessar ætt. Að sjálfsögðu hafði hún lagt sig í bílnum uppáklædd og klár í fjörið svo hún yrði fyrst inn og vel sofin til að geta enst sem lengst. Þarna má glögglega merkja kænsku minnar kæru móðursystur og mun ég hafa þetta að leiðarljósi í framtíðinni.

Takk fyrir.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS