Dagurinn í dag
Hæ,hæ. Dagurinn í dag var afskaplega notalegur.Vaknaði um kl.9:00, kúrði til ca.10:00, fór þá á fætur, borðaði morgunmat, fór svo út á plan með háþrýstidælu og dældi ca. 100 kg. af drullu út á götu ( hugsaði bara að gatan hlyti að verða þrifin einhverntíman, með svona bíl þið vitið ). Þegar þetta var búið fór ég auðvitað að hugsa um mat enda kl. orðin13:00, ákvað að hringja í Gunnu og Sigga og bjóða þeim í kaffi, þar sem ég átti Franska súkkulaðiköku;ógeðslegqa góð, og auðvitað þáðu þau boðið eftir svolitla umhugsun.Og þar sem ég, og reyndar Signý líka, var (vorum ????.) í pottinum þegar Gunna mín ákvað að taka mig fram yfir fermingarveislu á Akureyris, ákváðum við (Gunna altsvo) að hún tæki sundfötin sín með og þegar þau komu úðuðum við í okkur og svo fórum við í pottinn. Þetta varð að sjálfsögðu yndisleg stund og þetta á maður að gera mikið oftar, hóa 'i fólkið sitt og bara vera saman, skiptir ekki máli hvort við eigum köku eða hafragraut, það er bara svo gott að vera saman. Vona bara elskurnar mínar að þið munið það að fjölskyldan skiptir öllu máli, þó að við séum ekki á sama máli um alla hluti.Vona að ykkur gangi öllum vel í prófum og verkefnum og ritgerðum.Bið svo alveg sérstaklega að heilsa litlu krílunum,þ.e.a.s. Báru, Sunnevu og Kristófer, sem sagði við ömmu sína í gær: Æji, langar þig í mig, ég kem bráðum til þín . Ást , ást, ást að hætti Dísumömmu
<< Heim