23 desember 2005

Jólin

Jæja elskur, á morgun eru þessi yndislegu jól, sem virðast sameina systur og styrkja fjölskyldubönd.Í dag kom Gunna mín í heimsókn og fékk sér smá kaffisopa, hún fékk að vísu ekki mikið með því sem hún gat nært sig á en hún nærði mitt smáa hjarta for the rest of the day, þ.e.a.s. þangað til að Heiba og fjölskylda komu og nú verð ég að segja ykkur smá brandara í sambandi við það: Sigurbjörg ætlaði sem sagt að koma til mín til að fá Sörur, svo að ég hugsaði með mér að það væri best að fara að setja smákökur á fat og hafa tilbúið þegar þau kæmu, nú í stuttu máli, ég fann allar mínar "sortir" nema SÖRUR,( sortirnar voru nú reyndar ekki nema ca.4) þá rann upp fyrir mér ljós, við Kristín bökuðum Sörur, og hún fékk þær allar, vegna þess að við Nína ætluðum að baka Sörur saman, Nína mín tilvonandi afmælisstelpa( HÚN Á AFMÆLI Á MORGUN SKO) hvað varð um sörubaksturinn??????. Svo að aumingaj þú Sigurbjörg mín þú fékkst engar Sörur en vonandi fórstu ekki svöng frá mér, þú mannst svo ef mamma þín þu veist !!!!!!!!!!!!!!.Mér líður voða vel núna nema jólagjöfin hans Sigurjóns míns klúðraðist aðeins, en sem betur fer er það ekki mér að kenna og bara smámál að redda því, að vísu eftir jól ern það verður bara að hafa það.En ég ætla ða reyna að baka smá Sörur fyrir afmælið hans Árna Viggós, við ætlum sem sagt að hafa smá kaffi þá, ef fólk verður almennt með heilsu , nei fólk getur bara drukkið í hófi á gamlárskvöld eða bara sleppt því alveg, nei Marri minn ég ætla ekki að drekka viskí þá, nema bara í hófi!!!!!!.Ykkur er sem sagt öllum boðið í smá kaffi á nýársdag, viljiði koma því til skila til ykkar fólks. Oh ég hlakka svo til, mér finnst svo gaman þegar við erum öll saman, verður þú hér þá Hlífa mín ?Jæja elskur, óska ykkur öllum gleðilegra jóla og alls hins besta á nyju ári. Elska ykkur öll bara misjafnlega mikið eins og áður hefur komið fram !!!!Ykkar Dísamamma

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS