Gleði, gleði...
Jæja það er best að gera sitt til að halda þessari frábæru (en mjög svo dauflegu) síðu á lífi. Ég á að vera að læra núna. Það gengur reyndar heldur illa þar sem einbeitingin hjá mér skorar svona 0.5 á skalanum 1-10 í augnablikinu. Ekki gott mál það. Svo er ég líka lasarus sem veldur eirðarleysi og pirringi í mínum beinum. O, það er svo gott að vera fædd með þetta jafnaðargeð og alla þessa þolinmæði. Í dag verður haldið upp á afmælið hennar elsku Báru minnar. Ég kemst ekki sökum áðurnefnds lasleika og því vex pirringurinn lógarithmískt (eða hvenig sem maður skrifar þetta). Ég held bara svei mér þá að það sé farið að kræla á Gribbunni. Tja, ekki er útlitið gott. Ég mæti nú samt í afmælismorgunkaffi hjá Boris Lyngdalovich Magnusova á morgun hvað sem tautar og raular. Og hananú! Svona í lokin vil ég lýsa yfir vonbrigðum með það að hafa ekki fengið eina einustu mynd senda frá ykkur (tilvísun í fyrra blogg). Sniff, sniff. Gamla og gamli fá þá bara albúm með myndum af mér og Báru, við erum líka rosa sætar og það verður örugglega alveg svaka fínt ;) Kveðja frá Myrru og Gribbunni/Sigurbjörgu bestabarni í Skeggja.
Lítil frænka
Komiði sæl, fannst ykkur þetta ekki snjallt hjá mér, ég náði að sjálfsögðu langbesta sætinu og var með langskemmtilegasta fólkinu !!!! En að öðru máli, ég fór að sjá litlu yndislegu frænkuna okkar allra í gær, og hún er auðvitað gullfalleg , hvað annað komin af þessu fólki þ.e.a.s. þá er ég að tala um móðurættina !.Hér sit ég og horfi út um gluggann á undurfagran suðurhimin og veðrið er bara sumarblíða, það er gott að búa á Sauðárkróki. Jæja elskur heyri í ykkur seinna, ég held áfram að lata í mér heyra hvað sem þið gerið og hana nú ! Dísamamma.
Halló öll sömul
Sælt veri fólkið. Fyrst enginn ætlar að skrifa neitt er best að ég tjái mig svolítið. Um síðustu helgi fór ég norður og var svo lánsamur að fá að sitja í hjá ástkærum bróður mínum og ekki skemmdi fyrir að ættmóðirin (Hlíf Ragnheiður) var með í för. Ég hef svosem ekki mikið um þetta ferðalag að segja nema hversu gott þaað var að sjá barnungann minn og náttúrulega hina ættingjana sem ég hitti. Eitt fannst mér þó svo merkilegt að mér fannst það skylda mín að tilkynna það fyrir augum ykkar allra: Þar sem að ég og faðir minn vorum að koma úr vel heppnaðri ferð í kaupstaðinn, á laugardaginn síðastliðinn, rak ég augun í nokkuð merkilegt. Fyrir utan félagsheimilið Ljósheima var staðsett bifreið en enginn sjáanlegur í henni. Þess skal einnig geta að þetta var bifreið af gerðinni Toyota og er, sem ég best veit, í eigu móðursystur minnar Bryndísar og Sigurjóns. Í fyrstu datt mér sú fjarstæða í hug að hún (Bryndís) kynni að hafa ekið bifreiðinni í þetta tiltekna stæði og lagt henni þar og gengið síðan niðureftir í von um kaffidreitil hjá miskunnsömu ættfólki sínu og jafnvel kökusneið. Skyndilega áttaði ég mig eftir nokkrar vangaveltur um þetta dularfulla mál að þetta gat ekki staðist. Skýringin var auðvitað sú að með tilliti til þess að áformað var að halda þorrablót í félagsheimilinu um kvöldið hafði hún hugsað fram í tímann enda er skynsemi og mikið hyggjuvit stimpill á þessar ætt. Að sjálfsögðu hafði hún lagt sig í bílnum uppáklædd og klár í fjörið svo hún yrði fyrst inn og vel sofin til að geta enst sem lengst. Þarna má glögglega merkja kænsku minnar kæru móðursystur og mun ég hafa þetta að leiðarljósi í framtíðinni. Takk fyrir.
Sammála
Já Árni Viggó minn ég er sammála þér , fólk á ekki að vera að mótmæla því sem það hefur ekki hundsvit á.Ég býst nú ekki við koma í kaffi og vöfflur alveg á næstunni, en þegar ég kem verður gott að fá kaffi úr nýju vélinni.Ég fór í ræktina kl. 6:30 í morgun svo að nú er ég full af orku og er að fara að skríða í vinnuna. Bið ykkur að muna Ættarhöfðinginn á afmæli í dag. Heyri í ykkur. Dísamamma
Jæja,jæja elskulega frændfólk
Getið þið, sem eftir lifið sagt mér afhverju allar þessar jarðarfarir, sem hljóta að hafa farið fram í fjölskyldunni, hafa farið svona gjörsamlega framhjá mér ?Við megum ekki láta þennan samskiptamáta detta alveg niður, það er svo gaman að heyra hvað þið elskurnar eruð að bralla þarna fyrir sunnan, og sérstaklega gaman finnst mér þegar ég sé að þið hafið verið að hittast.En allt gott að frétta héðan, við gömlu hjónin vorum í 77 ára afmæli í dag, Jón tengdó átti sem sagt afmæli.Svo er það náttúrurlega okkar gamli á þriðjudaginn, ég var að hugsa um það í dag hvað það er ótrúlegt að hann skuli vera 87 ára !!!!Þessi unglingur.Bara svo þið vitið það þá verður þorrablót í flestra okkar gömlu heimasveit 21.1. þ.e.a.s. á afmælinu hans Þorgeirs okkar.Sunneva hringdi í mig í fyrrakvöld og sagði mér að nú ætti að fara að brjóta piparkökuhúsið, og var voða spennt og vildi bara að ég skellti mér til þeirra, sagðist alveg nenna að bíða í 5 klst.Jæja elskur, geriði það veriði dugleg að láta í ykkur heyra, mér finnst það svo gaman !!! Heyrumst seinna, ég held áfram að pára einhverja vitleysu hér, Bless elskur Dísamamma
jólin eru rotuð
jæja jæja.. Gleðilegt nýtt ár allir og takk kærlega fyrir öll þau gömlu!! Jólin voru alveg bara hreint ágæt og já takk kærlega fyrir mig, þið sem gáfuð mér eitthvað:) ég komst að því að það er ágætt að fá ælupest fyrir jólin, ég komst nefnilega að því að ég hef aldrei fitnað á jólunum og ég held að ástæðan sé sú að ég léttist náttúrulegaa alltaf um fullt af kílóum í pestinni..:) en já svo komu áramótin og þau voru alveg hreint ágæt.. fyrir utan einhvern pirring sem er samt óflýjanlegur þegar svona margir koma saman;) við borðuðum alveg yndislegan mat og þetta kvöld var bara mjög gott.. Íþróttaálfurinn var pínu hræddur og lítill þegar kom að flugeldunum og sofnaði í einhvernveginn stellingu sem minnti á myndina Ópið.. nú jæja svo er ég nú byrjuð í skólanum líka og fékk alveg ágæta stundatöflu, er reyndar í sögu 203 klukkan 16 til 18:( en það reddast.. Jæja ég ætlaði nú bara að láta vita af mér.. Kv Signý Ósk
Örlítið kvabb
Ég er að reyna að gera mynda-albúm fyrir gömlu hjónin, þ.e. þessi elstu, Hlíf og Kibbus. Þetta er allt saman gott og blessað en þar sem að ég er lang mest með Báru kláru þá á ég líka flestar myndir af henni. Til þess að þetta verði nú allt saman sem allra best og ég þurfi ekki að skíra afraksturinn Báru-albúm væri ég mjög glöð ef þið senduð nokkrar vel valdar myndir til mín (sætar, fyndnar, grettnar o.s.frv) via e-mail. Mig langar ekki bara að fá myndir af börnunum (þó þau séu rosa sæt) heldur líka af 0., 1. og 2. kynslóð (að því gefnu að Amma og Afi séu 0. kynslóð). Annars er nú lítið af mér að frétta. Skólinn er byrjaður aftur þannig að nú kemst þetta víst allt í fastar skorður. Signý er farin, Þorgeir kominn og mamma, pabbi og Ísak koma á morgun. Til þess að koma ykkur af stað í myndunum skelli ég hérna inn einni síðan um jólin af mér og litla manninum sem ég má víst ekki gleyma ;). Þá er víst ekki meira í bili nema bara gleðilegt ár og takk fyrir það gamla greyin mín.
Ég er alein
Hæ elskurnar mínar ,gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Jæja nú eru allir farnir frá mér, meira að segja Signý fór líka suður en hún kemur nú aftur. Mikið óskaplega var gaman að hafa alla ungana sína , ég vona að við endurtökum það sem fyrst.Jæja ég heyri í ykkur seinna er eitthvað andlaus. Vona að þið hafið það gott. Dísamamma
|
|