Ég tóri líka
Ég er líka á lífi þó ótrúlegt megi virðast eftir þessar ofurverzlunarferðir um síðustu helgi með foreldrum mínum. Ég hef bara engan vegin sama úthald og þau í búðarráp. Hef nú ekki þá afsökun að ég sé að læra undir próf, en ég hef samt sem áður verið að læra á Barónsstígnum. Þess vegna er ég sjaldan með nettengingu þar sem háskólinn splæsir ekki í svoleiðis fínerí í lesaðstöðu nemendna.
Fyrir þá sem ekki vita það er lessaðastaðan mín á gamalli sjúkradeild, sumir vilja meina að þetta hafi verið geðdeild, þar sem það eru enn takkar á veggjunum til að hringja á hjúkkuna og svona. Svo eru klósettin, eða réttara sagt herbergin þar sem þau eru, risa gímöld (er þetta skrifað svona, maður spyr sig) þar sem klósettið er úti í horni og leifar af baðaðstöðu sjúklinga taka megnið af plássinu. Það er því frekar draugalegt að verða ein eftir þarna á kvöldin!
Það er kominn smá jólaandi í íbúðina mína; jóladúkur á sófaborðið og svona. Svo er ég (með góðri hjálp) búin að baka/steikja það sem átti að vera laufabrauð. Það samanstendur reyndar aðallega af stórum loftbólum en smakkast samt sem áður ágætlega. Hugsa jafnvel að ég baki sörur um helgina, það gengur venjulega vel.
Jæja best að hætta þessu rugli og druslast á draugadeildina á Baró.
Fyrir þá sem ekki vita það er lessaðastaðan mín á gamalli sjúkradeild, sumir vilja meina að þetta hafi verið geðdeild, þar sem það eru enn takkar á veggjunum til að hringja á hjúkkuna og svona. Svo eru klósettin, eða réttara sagt herbergin þar sem þau eru, risa gímöld (er þetta skrifað svona, maður spyr sig) þar sem klósettið er úti í horni og leifar af baðaðstöðu sjúklinga taka megnið af plássinu. Það er því frekar draugalegt að verða ein eftir þarna á kvöldin!
Það er kominn smá jólaandi í íbúðina mína; jóladúkur á sófaborðið og svona. Svo er ég (með góðri hjálp) búin að baka/steikja það sem átti að vera laufabrauð. Það samanstendur reyndar aðallega af stórum loftbólum en smakkast samt sem áður ágætlega. Hugsa jafnvel að ég baki sörur um helgina, það gengur venjulega vel.
Jæja best að hætta þessu rugli og druslast á draugadeildina á Baró.
<< Heim