26 apríl 2007

Hæ letingjar

Komiði sæl, mig langar bara að vekja athygli ykkar á bloggsíðu Sigurbjargar, sibson.blogspot.com,( held að þetta sé rétt hjá mér ) þar sem við getum fylgst með ferðalaginu þeirra skötuhjúa.Er svo ekki bara ekki allt gott að frétta ? Nína er komin með merkistitil, sem sagt Nína móðursystir, Árni Viggó búinn að fá pláss á Málmey í júní og júlí, Signý að verða búin í skólanum, veit ekki hvernig staðan er hjá Kristínu.En við Sunneva áttum saman yndislega daga hér um daginn þegar ég fékk að hafa hana í marga daga og svo komu Kristófer, Kristín og Sigurjón um síðustu helgi.Sigurjón kom á Súbba gamla, sem gafst svo upp rétt hjá skíðalyftuafleggjaranum, svo að ég " lánaði " honum Ravinn suður svo að nú er ég bíllaus og finnst það bara allt í lagi, nema að ég sé gömlu hjónin min ekki eins oft og áður.Nú er komið sumar eða það held ég allavega er spáin rosalega góð næstu daga. Jæja elskurnar mínar,vona ða þið hafið það sem allra best og gangi ykkur vel þið sem eruð að púla í prófum og öðru skólatengdu. Bless Dísamamma

13 apríl 2007

hæ hó

Komiði sæl
Í gærkvöldi fékk rosa góðar fréttir, Sunneva mín ætlar að koma til ömmu um helgina, það er svo langt síðan ég hef haft hana útaf fyrir mig, þá bröllum við nú ýmislegt saman.Nú er ég búin að afhenda uppsagnarbréfið mitt í vinnunni, svo að nú er ekki aftur snúið, enda er það ekkert á döfinni. Ég átti yndislega páska, var með Kristófer hjá mér og svo auðvitað Árna Viggó og Nínu , Sigurjón og Signýju (annars sást hún nú frekar lítið ) . Við fórum til Akureyrar og sáum íbúðina þeirra Árna Viggós og Nínu, hún verður mjög fín þegar málningarrúllan og tuskan hafa svifið yfir.Jæja best að fara að koma sér til vinnu. Látið í ykkur heyra. það þarf ekki að vera merkilegt.Ykkar Dísamamma

03 apríl 2007

Ég er mætt aftur !

Jæja góða kvöldið.

Nú hefur elskulegur frændi minn, Ísak Sigurjón, orðið þess valdandi að ég get á ný skrifað hér pistla. Ég geri mér grein fyrir því að þið ráðið ykkur vart fyrir kæti. Nú er markmiðið að skrifa oftar, eða í það minnsta jafnoft, og hún móðir mín. :)

Við brugðum undir okkur betri fætinum um helgina og fórum í Skagafjörðinn. Það var ágætt, alltaf gott að hitta ömmu, afa og aðra fjölskyldumeðlimi. Það er samt alltaf best að koma heim aftur og hér ætlum við að sitja sem fastast yfir páskana.

Í dag á hún Sunneva min afmæli, hún er víst orðin 7 ára þó ótrúlegt megi virðast. Reyndar finnst mér enn ótrúlegra að Kristófer (litla barnið mitt) byrji í skóla á næsta ári. Ég er strax komin með í magann yfir því. Ég er, eðli málsins samkvæmt, búin að vera með u.þ.b. 10 6-7 ára stelpukindur hér í afmælisveislu í dag. Það var ekki gaman. Það er alveg með ólíkindum hvað sum börn geta verið óþolandi leiðinleg. Sem betur fer ekki öll, bara sum.

Ég frétti það fyrir norðan að nokkurrar öfundar hefði gætt meðal annarra afleggjara langömmu og langafa vegna hins frábæra teitis okkar um daginn. Upp hafa komið hugmyndir um stærri, ja eða fjölmennari, teiti. Hvernig líst ykkur á það ?

Hafið það gott í fríinu, kossar og knús úr Verahvergi.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS