26 febrúar 2006

Seint koma sumir en koma þó...

Jæja gott fólk. Það er aldeilis gaman að sjá að Sólmundur minn hefur séð sér fært að rita hér nokkur orð. Vona bara að þú verðir duglegri en ég að setja hér inn pistla. Held svei mér þá að ég hafi ekki skrifað neitt síðan fyrir jól. Ég kíki nú samt reglulega.
Ég hafði einstaklega góðan gest hér um helgina. Hún Bára frænka gisti hjá okkur á föstudagskvöldið. Hún var svo elskuleg að færa Sunnevu geisladiskinn með íslensku Eurovision lögunum. Þær hlustuðu stanslaust á Sylvíu Nótt í botni í rúma 3 klukkutíma. Af minni alkunnu þolinmæði tókst mér að halda ró minni. Það var nú líka út af fyrir sig ágætis skemmtiatriði að fylgjast með þeim. Búnar að læra bæði textann og "dansinn" nokkurn veginn utan að. Þegar þær voru búnar að dressa sig upp í alltof lítil bikini minntu þær óneitanlega á tvær litlar hórur. (Ekkert illa meint. ) Ég dró bara vandlega fyrir alla glugga og forðaði mér upp. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að snúa mér. Ég ákvað að treysta bara á dómgreind mér eldri og reyndari frænku, þ.e. mömmuna sem keypti diskinn og hafa gaman að þessu. Enda skemmtu sér allir konunglega. Nema kannski Kristófer sem fannst hann eitthvað afskiptur svo ég spurði stelpurnar hvort hann mætti ekki vera dansari, Sylvía Nótt var jú með tvo gæja með sér. Það reyndist ekki hægt af því að hann gat víst ekki lyft þeim upp í lokin eins og dansararnir hennar Sylvíu. Svo Kristófer hélt bara áfram að vera íþróttaálfur.
Þetta var nú meiri langlokan hjá mér, læt hana nægja í bili.
Kveðja, Kristín Rós.

24 febrúar 2006

Loksins, loksins Sólmundur!!!

Bestu þakkir Issi minn frændi fyrir að hafa hjálpað mér að komast til botns í þessu bloggi. Bestu þakkir til þín líka fyrir fallegar hamingjuóskir til okkar Adda gamla. Krílið dafnar vel og er í alla staði yndislegt eins og það á kyn til (þ.e.a.s. Borgarkyn!). Tröllakrílið (Sunna Líf) er líka alltaf eins yndisleg og hennar er von og vísa. Hún er eitthvað svo stór finnst mér núna eftir að Katrín fæddist.
Jæja, nú fer semsagt að líða að því að frá mér velli speki og misgáfulegir þankar inn á þessa heimasíðu. Mest verður þó sjálfsagt um tuð og annað nöldur, en það er jú mitt sérsvið.

En kveð í bili gæskurnar mínar allar, gaman að geta loksins tengst þessu.

Kveðja, Sóla.

ps. Katrín hjalaði í fyrsta sinn í dag.

23 febrúar 2006

Stutt og laggott!

Það greinilega allt í rólegheitunum á þessari síðu.

Líf mitt þessa dagana snýst um krabbamein, æðabólgur, hjartaáföll og fleira svoleiðis skemmtilegt. Bæði á stór- og smásæjum grunni. Eintóm gleði.

Frétti að hr. og frú Guðjónsson væru á leið suður um helgina. Vona að ég fái nú að sjá framan í þau.

Hjörtur besti frændi fór með mig í Bónus í dag. Það var fallega gert. Takk Hjöri minn.

Sá að Paris Hilton er hugsanlega að fara að leika Móður Theresu og bókin hans Gillzeneggers er komin út. Heimurinn hlýtur að vera að fara til fandans!

08 febrúar 2006

Eru allir að verða vitlausir ?

Mér er bara spurn eruð þið öll orðnin múslimar eða hver andskotinn er að ykkur ?Dísa mamma

05 febrúar 2006

Góð helgi

Komiði sæl öll sömul. Ég get sko sagt ykkur það að ég nenni ekki að ræða þessi djöfulsins múslima mál, finnst þetta fólk bara ekki með fullu viti, þetta var nú aldeilis gott fyrir þá að fá þetta upp í hendurnar til að geta gert allt vitlaust og helst drepið saklaust folk !!Þetta pakk ætti bara að vera heima hjá sér og hana nú !!!! En ég ætlaði að segja ykkur að við hjónin fórum ásamt fleirum þ.á.m. Heibu og Braga að sjá Fullkomið brúðkaup, á Akureyri í gærkvöldi og það var alveg meiriháttar gaman, fórum út að borða fyrst á Greifanum. Og hver haldiði svo að hafi verið gestur nr. 10000, það var hún Heiða mín Skaptadóttir, var kölluð upp á svið og fékk þennan líka fína blómvönd og eitthvað meira. Já þetta var mjög skemmtileg helgi.Ég er svona að spá í að koma kannski suður um næstu helgi, fer svolítið eftir veðri og vindum og heilsufarslegu ástandi mínu . Við hittum Árna með hárið og konu hans Heiðu á Glerártorgi, og þau báðu voða vel að heilsa öllum.Heyrumst síðar hafið það sem allra best. Dísamamma

01 febrúar 2006

Nú spyr ég:

Í fyrsta lagi: Er í lagi að dagblöð í löndum þar sem meiri hluti íbúa er kristinn (eða eitthvað annað en múslimar) birti myndir af Múhameð spámanni? Meira að segja grínmyndir! Mjög sterk ísömsk hefð bannar að myndir af honum séu birtar. Höfum "við" rétt á að móðga þannig stóran hluta mannkyns?

Í öðru lagi: Ef dagblöð, í löndum þar sem stjórnvöld ritskoða ekki efni þeirra, birta slíkar myndir er þá rétt af íslömskum þjóðum að láta það bitna á stjórnvöldum þeirra landa?

Þetta er alveg örugglega verðugt umhugsunarefni. Heimurinn er sífelt að minnka og það gefur auga leið að veraldleg landamæri menningarheima austurs og vesturs eru að dofna og jafnvel hverfa.

Tjáið ykkur nú kæra frændfólk.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS