29 nóvember 2005

Ótrúlega freistandi...

Sæl öllsömul.
Ég verð að viðurkenna það að ég er alveg yfir mig hrifin af þessari síðu, hún er reyndar alveg einstaklega freistandi þegar maður á að vera að læra. Eins og t.a.m. núna. (fæ alltaf samviskubit ef ég skrifa t.d., þið kannist kannski við það ?)
Samt er ég farin að velta því fyrir mér hvort ég hafi misskilið þetta eitthvað. Átti "miðleggurinn" ekki að vera með eða ?? Mér finnst þau ekki alveg vera að standa sig í stykkinu. Ég óska hér með eftir upplýsingum um það hvað þau er að bauka.
Ég verð að segja að ég, eins og þið hin, gleðst óskaplega yfir þeim tíðindum að Hlíf(a) frænka mín skuli standa undir húsmóðurtitlinum og vera byrjuð að baka. Hún klikkar ekki á þessu stelpan.
Ég er að fara í próf á morgun og svo er ég eiginlega komin í jólafrí. Jibbí... Fer reyndar í eitt próf í næstu viku. Það er þó eins og gefur að skilja "seinnitímavandamál".
Svei mér þá ef það er ekki farið að freista mín að koma á Krókinn um áramótin. Ef þið ætlið að ráfa um götur bæjarins ofurölvi á ég erfitt með að missa af því. Gæti jafnvel skutlað ykkur. He he he. Eða ekki bara.
Jæja, best að drullast í bækurnar aftur. Kveðja, Kristín Rós.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS