30 nóvember 2005

Svo lengi lærir sem lifir... eða eitthvað svoleiðis

Ég komst að þremur áhugaverðum staðreyndum um mig á síðustu dögum:
  1. 16 ára krökkum finnst ég ekki jafn skemmtileg og Singstar. Allavega fékk ég enga athygli frá þeim í VMA sama hversu mikið ég reyndi.
  2. Ég er samt það skemmtileg að sumt fólk mætir í kaffi til mín kl. hálf sex á morgnanna á virkum dögum, þrátt fyrir að hafa ekki verið boðið.
  3. Ég get ennþá sest niður og lært klukkustundunum saman. Þetta er sérstaklega ánægjuleg staðreynd þar sem ég á alveg örugglega eftir að þurfa að nýta þann hæfileika mikið á næstu mánuðum
Annað markvert í fréttum er að við Ísak vorum í mat hjá Árna Viggó og Nínu. Þríréttað og alles. Humar í forrétt, saltfiskréttur í ofni í aðalrétt og ís og úrslitaþáttur Americas next top model í eftirrétt. Ekki amalegt það. Frábær matur. Takk fyrir mig krakkar :) Er samt ennþá óþægilega mikið södd; bölvuð græðgin.
Ég skal bjóða í mat næst. Kominn tími á mig.

Yfir og út...

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS