27 september 2007

Hittingur?

Jæja góða frændfólk. Ég hef reyndar grun um að það sé enginn að kíkja inn á þetta blogg. Tja nema ég, Hjörtur og Kristín. En það er líka kannski alveg nóg því að við erum að sjálfsögðu bestust. En allavega...

Nú hlýtur að vera að koma tími á systkynabarnamót eins og hann Hjörtur minntist á í síðustu færslu. Ég vil því ítreka ósk okkar bestustu (ég, Kristín og Hjörtur) um hugmyndir. Koma svo þið hljótið að geta látið ykkur detta eitthvað í hug.

17 september 2007

Hjörturinn ritar

Nú er ég mættur aftur til leiks á Íslandi eftir velheppnað ferðalag til Danmerkur og Svíþjóðar. Þegar við bræður lentum fórum við rakleitt í Kringluna að kaupa föt, hin voru öll óhrein. Eftir þann leiðangur fórum við til Hveragerðis að heimsækja fólkið okkar þar og fengum höfðinglegar móttökur frá Sunnevu og Kristófer sem voru yndisleg að vanda.

Um kvöldið flæktumst við Þorgeir ásamt Kristínu og Marra á milli húsa í götunni þeirra, vorum með dólgslæti og tókum út nágranna þeirra sem var hið besta fólk og fær góða dóma. Daginn eftir alla þessa gleði vaknaði ég mjög lerkaður og með gríðarlega hálsbólgu og hef verið fárveikur síðan. Í dag fór ég til læknis og hann vildi að ég borðaði 20 grömm af penslillíni á 10 dögum til að þetta lagaðist. Einnig uppgötvaði ég að verkjapillur gera lífið mun bærilegra þegar þetta lasleikaástand er viðvarandi og sennilega eina ástæðan fyrir því að ég hef rænu til að skrifa þessa færslu.

Við Kristín ræddum lítillega um frændsystkinamót og þó að það sé nú kannski ekki alveg handan við hornið væri nú gaman að ræða málin eitthvað, koma með tillögur og svona. Ég ætla að byrja á því fljótlega að viða að mér einhverju skemmtiefni og leikjum sem hæfa svona fólki einsog við erum og bera það undir ykkur hin þegar á líður.

Vona að öllum líði vel og þið séuð spræk.

Hjörtur.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS