14 september 2008

Loksins á sextugsaldri

Halló elskurnar

Ég átti mjög ánægjulega helgi í bústað í Svignaskarði með börnum (mínus Árna Viggó ) og mökum þeirra, barnabörnum og auðvitað mínum heittelskaða um þessa afmælishelgi. Nína mín birtist, allavega mér, að óvörum sem var BARA gaman.Mig langar að vita hvað ykkur finnst um fyrirhugaðan hitting ættmenna okkar næsta sumar.Haldiði að þetta geti ekki bara orðið gaman ? Vona svo að þið hafið það gott, Ísak minn, hlakka til að fá myndir frá þér þegar þú hefur tíma og ég tala nú ekki um að fá frá þér afmælisgjöfina. Fullt af kossum og knúsum frá Dísu. Ísak ég verð bara að segja þér að Kristín mín var EKKI rekin úr skátunum, ég hef allavega ekki heyrt það nema frá þér.Hvar heyrðir þú það ? Bless elskurnar mínar, Dísamamma

01 júlí 2008

Sælt veri fólkið

Nú sit ég hér með morgunmatinn minn fyrir framan mig og fyrir augunum hef ég gamalkunna sjón. Áshildarholtsvatnið úfið í norðanátt. Það er að hluta orðið rautt af gróðri og það rifjast upp fyrir mér þegar Þorgeir brunaði á slöngubátnum sínum yfir vatnið og sló gróðurinn í leiðinni með skrúfunni á mótornum. Líka þegar Signý Ósk „týndist“ þegar hún var lítil rófa í pössun hjá okkur. Við mamma vorum auðvitað skíthræddar um að hún hefði farið í vatnið, öskruðum okkur hásar í þeirri veiku von að hún svararði eða kæmi. Sem hún gerði ekki. Eftir að við mæðgur höfðum hlaupið nokkra móðursýkislega hringi í örvæntingarfullri leit að barninu birtist Signý skyndilega í kofadyrunum og spyr sallaróleg hvort að við höfum kallað. Seint gleymi ég líka deginum sem bílskúrshurðin sprakk, dótið hennar Þóru gömlu sogaðist í sjóinn og Álfur í Brennigerði húfunni sinni. En það var nú í sunnanátt.

Sennilega gæti ég skrifað niður minningar héðan í allan dag en það væri varla skemmtilegt aflestrar fyrir ykkur hin.

Upphaflega ætlaði ég nú bara að segja að ég er komin í sumarfrí. Já, alvöru sumarfrí í heilan mánuð (reyndar ekki á neinum launum - en hvaða máli skiptir það). Hef samt örlitlar áhyggjur því að í dag er útborgunardagur og síðustu nótt dreymdi mig útborgunina. Hún var rétt rúmar 80.000 kr. Ég ætla rétt að vona að hún sé nú aðeins hærri.

P.s. Hvernig er með hitting þetta sumarið?

22 júní 2008

Hvílík blíða......

Takk Kristín mín fyrir að sýna smá lit....En talandi um lit, þá erum við Kristófer Örn búin að vera í sundi og sól alla helgina, þvílík rjómablíða, vona að þið hin hafið notið hennar líka.Ég fékk að hafa hann um helgina og það var að venju yndislegt.... þó að hann væri svolítið erfiður við mig í sambandi við mat.En það er fljótt að gleymast.Mig langar til að benda ykkur, kæru ættingjar, á að við höfum sett á stofn ( vissi ekki alveg hvernig ég átti að orða þetta, þið megið alveg finna að orðalaginu ef þið viljið ........) bloggsíðu.....sumarhusspani.bloggar.is, ef ykkur skyldi langa til að sjá myndir af húsinu okkar á Spáni, það væri ekki verra ef þið vektuð athygli á síðunni, ef þið vitið um einhvern sem vantar hús á Spáni, til langs eða stutts tíma.( Var þetta rétt orðað ...langs eða stutts....er ekki viss, þið getið kannski sagt til um það ????? ) Ég veit ekki hvort þið hafið gert ykkur grein fyrir því hvers vegna ég er að leita ráða hjá ykkur, elskurnar mínar, með rétt orðaval,en það er eingöngu vegna þess að ég held að það sé eina leiðin til að fá ykkur til að láta í ykkur heyra á þessari síðu þar sem þið haldið öll að þið séuð sérfræðingar í íslensku, eins og reyndar bara við öll í þessari frábæru fjölskyldu.
.Ég verð að segja ykkur hvað ég upplifði furðulegan hlut, eða hvað ég á að kalla það, í gærkvöldi...ég var sem sagt að fara að sofa en samt ekki sofnuð, eða ég held ekki, þegar ég sá allt í einu fyrir mér 2 hvíta frekar litla krossa,og svo kom svona daufur ljósbjarmi yfir þá, og svo hvarf þetta.Ég get ekki hætt að hugsa um þetta, og VEIT að þetta þýðir eitthvað. En jæja elskurnar mínar.Við hjónin erum að fara í útilegu með vinnunni hans Sigurjóns um næstu helgi, og þar sem við eigum ekki neitt til að sofa í , ætlar nágranni okkar og vinur , sem á allt nema konu, ( held samt að hann sé ekki neitt sérstaklega hamingjusamur) að lána okkur hjólhýsið sitt, hugsið ykkur !!! Ekkert mál , sagði hann þegar hann bauð okkur þetta, hreint ótrúlegur maður.Gott að eiga góða vini.En ég er samt hryllilega spæld vegna þess að akkúrat um þessa helgi er fótboltamót hjá Kristó mínum, í Borgarnesi, sem ég var búin að lofa honum að koma á, en verð svo að svíkja, sem mér finnst mjög leiðinlegt. Jæja elskurnar mínar eins og alltaf vona ég að þið verðið dugleg að láta í ykkur heyra ....eins og hingað til......en annars hver átti hugmyndina að þessari síðu?... það væri nú bara gaman að hann léti í sér heyra.....hummmmmm. Bless elskurnar mínar allar, litlar og stórar ( HA....stórar)feitar(HA... feitar) og mjóar...ykkar Dísamamma.Vona að þið fyrirgefið mér bullið í mér.... held bara að þetta séu einhver rithöfunda gen sem brjótast svona út,HA,HA,HA,HA,HA.

06 júní 2008

Þið eruð yndisleg !!!!!!!!!!!!!!!!!

Halló þið yndisleg
Þar sem ég hafði ekkert sérstakt að gera í kvöld, var ein heima ( aldrei þessu vant, eða þannig )þá álpaðist ég inn á þetta algjörlega frábæra blogg okkar. Síðustu 1 - 2 tímana er ég búin að vera að lesa gamalt blogg...... og eins og ég sagði við Signýju okkar, sem átti 20 ára afmæli í gær, að þessi lestur kom út á mér tárum og reyndar líka hlátri, á morgun ætla ég svo að prenta þetta allt út, bara svo að það tapist ekki , því að þetta eru hreinir gullmolar á köflum......EN elskurnar mínar það sem mér finnst samt merkilegast af öllu.... er hvað við ölll erum sammála um að halda saman,ég á ekki til eitt einasta orð yfir það hvað ég er glöð með það hvað þið eruð viljug að hittast.Ég veit þið trúið ekki hvað mig langar að þetta blogg verði svolítið virkt, en það virðist bara enginn hafa neinn áhuga á því. Eða hvað ??????????????????????????????????????????? En ég vona samt að við höldum áfram að vera svona umhugað um hvert annað.Ég er ennþá alsæl með Spánarferðina okkar, æji ég veit að ég er væluskjóða en þessi ferð var besta afmælisgjöf sem börnin mín og þeirra fylgifiskar gátu gefið mér.En vona að ykkur gangi öllum vel í lífinu og öllu ykkar brölti.........Hildigunnur mín velkomin í fjölskylduna.Ykkar Dísamamma

02 júní 2008

Fjölskylduferð

Halló elskurnar mínar
Jæja, nú erum við flest komin heim úr afskaplega vel heppnaðri ferð til Spánar.Þetta er viðburður sem seint gleymist, alla vega hjá mér.Fyrir utan helvíts innbrotið !!!!! En ekki fer maður að láta það eftir glæpamönnunum að láta það skemma fyrir.Nei, þetta var BARA frábært og ég væri alveg til í að endurtaka þetta eftir 2-3 ár, eða verða ekki allir búnir að safna þá ?Við fórum norður um helgina, vorum að taka allt persónulegt ú Freyjugötunni og ætlum svo að reyna að leigja hana...svo ef þið vitið um gott fólk sem vantar íbúð þá látið okkur vita.Annars er bara allt gott að frétta af okkur og vona að svo sé líka hjá ykkur.Mig langar svo til að þið séuð dugleg að segja fréttir af ykkur hér, en ég er svo sem orðin úrkula vonar ( segir maður þetta svona ?) um að sú ósk rætist. En elskurnar mínar vona bara að þið hafið það öll gott og hlakka til að sjá ykkur hvenær sem það nú verður.Ást ást, ykkar Dísamamma

08 maí 2008

Ha, ha

Ef þið farið aldrei á þetta blogg þá er það bara ykkar tap, þið vitið ekki hvað ég ætla að vera með í matinn, ha,ha,ha, gott á ykkur.Það er að segja ef þið eruð í Rvík. Ástarkveðja, yndin mín. Dísamamma

Ha,ha,ha

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS